9.5.2014 | 09:10
Endemis vitleysa er þetta.
Ég skil ekki þá áráttu hjá fréttafólki að segja eða skrifa að einhver hafi verið dæmdur í fangelsi "skilorðsbundið". Ef það er engin fangelsisvist þá fær aðillinn skilorðsbundinn dóm punktur. Það er aðeins hægt að segja, ef skilorð er inblandað, t.d. : Að einhver hafi verið dæmdur 4 ár i fangelsi þar af 3 ár skilorðsbundin, það er að segja situr inni 1 ár og fær þriggja ára skilorð.
Gunnar Andersen dæmdur í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2013 | 02:26
Kæru Blaðamenn og konur! Læra íslensku takk.
Er ekki kominn tími á að endurvekja að einhverju leiti virðingu fyrir móðurmálinu?
Hægja aðeins á sér og hugsa sig um þegar þið þýðið erlendar fréttir.
Peningamálastjóri? Hvað er að gerast hjá Mbl eru fimm ára krakkar að þýða fréttir?
Næsta verður líklega að fjármálaráðherra verði kallaður peningamála-ráðherra eða -stjóri.
Takið ykkur á og vandið málið.
Vill að lengt verði í lánum Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2010 | 20:51
TUNGUBAKKAR
Dótasýning á Tungubakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 13:56
Öllum slept!
Hmm þeir sleppa öllum og eða senda þá heim en hvað með öll skipin? Hirðir Isralel þau?
Áhöfn hjálparskips sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 07:50
Þar kom að því
Hrokinn lýsir úr hverju orði Sigurðar Einarssonar og sýnir hverju auðjöfrarninr eru vanir, að vera yfir lögin hafnir.
Alveg hlessa yfir þessu öllu segir hann, enda engin furða, hans líkar eru ekki vanir því að vera meðhöndlaðir eftir lögum eins og almúginn. Hann reiknaði líklega með að hinn sérstaki saksóknari yppti bara öxlum og gleymdi honum ef hann neitaði að koma til yfirheyrslu. Sigurður greyið hlýtur að vera í taugaáfalli og sármóðgaður yfir handökuskipuninni.
Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir hinum sérstaka saksóknara fyrir að ganga svo ákveðið til verks og vona að þetta sé bara byrjunin á endurreisn íslensks dómskerfis og trúverðleika þess.
Svo er bara að vona að að spillingin og mútuþægni úps afsakið "styrkveiting" stjórnmálamanna fylgi á eftir
Sigurður kemur ekki ótilneyddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2010 | 19:46
HMMM
Þegar ég lærði áttirnar þá var suðaustan átt vindur sem kom úr suðaustri en suðaustlæg átt blés í suðaustur, það er að segja lá í suðaustur = suðaustlæg
Tilkynnt um ösku í Hveragerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2010 | 20:47
Hver eru mörkin?
Ég sit hér og velti fyrir mér hvar mörkin liggja, hversu margar milljónir eða milljarða þarf maður að draga að sér til að sleppa við lögsókn?
Það er allavega auðljóst að 300 milljónir eru ekki nóg.
Það væri gamann að fá svör frá stjórnmálamönnum og dómsmála yfirvöldum um það.
Einn áttaviltur
Meintur svikari í varðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2010 | 08:45
Eru engar kröfur gerðar til blaðamanna?
Það er ótrúlegt hversu margar villur og vitleysur sleppa framhjá blaðamönnum.
Í þessari frétt er fjallað um "flutninga skip" ekki tank skip og blaðamaðurinn heldur því fram að 950 þúsund lestir af olíu séu um borð.
Ég vildi gjarnan vita hversu stórt þetta blessaða flutningaskip er, það hlítur að vera ógnvænlega stórt fyrst það hefur eldneytistanka sem eru þrisvar sinnum stærri en stærsta tankskip heims Suo Han sem er 318 þúsund lestir.
Hún er orðin þreytandi þessi árátta fréttafólks að þurfa blása allar fréttir upp í eitthvað sem er ennþá verra en það er og mætti það læra að segja satt og rétt frá.
Reynt að hindra olíumengun frá strönduðu skipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2010 | 06:22
Grey flugurnar
Er ekki tími til kominn að senda fjölmiðlafólk í íslenskunám, með áherslu á stafsetningu og fallbeygingu? Það heitir öllu flugi aflýst ekki öllum flugum, nema af sjálfsögðu ef aflýsingarnar eigi við flugur og þá bið ég afsökunnar á athugasemdinni
Haraldur
Mikill snjómokstur framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haraldur Axel Jóhannesson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar